Fótbolti

Fjölmargir Skotar ekki með miða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Motherwell.
Stuðningsmenn Motherwell. Vísir/Getty
Búist er við að á fjórða hundrað stuðningsmenn skoska liðsins Motherwell komi hingað til lands í dag vegna leik liðsins gegn Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Motherwell fékk aðeins 150 miða fyrir sína stuðningsmenn á Samsung-völlinn í kvöld því ljóst að stór hluti þess hóps sem er væntanlegur hingað til lands kemst ekki á völlinn.

Ingvar Magnússon hjá All in sportbar í Hafnarfirði á von á fjölmörgum Skotum til sín í kvöld sem og stuðningsmönnum Stjörnunnar en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ingvar sagði í samtali við íþróttadeild 365 í kvöld að hann væri við öllu búinn og hefði þegar rætt við lögregluna í Hafnarfirði vegna þessa.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður honum lýst Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×