Kínverskir fjárfestar í viðræðum um kaup á Glitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 18:37 VÍSIR/VALLI Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira