Íslenski boltinn

Toft fékk í magann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rolf Toft skoraði annað mark Stjörnunnar.
Rolf Toft skoraði annað mark Stjörnunnar. vísir/daníel
Rene Toft, danskur framherji Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í leik liðsins gegn Motherwell í kvöld vegna magakveisu.

„Ég veit svo sem ekki hvað gerðist en hann fékk heiftarlega í magann og þurfti að fara út af. Honum leið ekki vel og gat hreinlega ekki hlaupið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld.

„Hann þurfti að fara á klósettið - svo einfalt var það,“ bætti hann við en Toft gat ekki komið aftur inn á eftir að síðari hálfleikur framlengingarinnar hófst og var því skipt af velli.

Hann hafði sjálfur komið inn á sem varamaður fyrir Veigar Pál Gunnarsson í fyrri hálfleik og skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar undir lok venjulegs leiktíma.

Atli Jóhannsson skoraði svo sigurmark Stjörnunnar í framlengingunni sem sló þar með skoska liðið úr leik. Garðbæingar eru því komnir áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×