Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London.
Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum.
Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.
Sveigjanlegt gler
Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins.
Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans.
Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð.