Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 0-1 | Harpa aftur hetjan Kristinn Ásgeir Gylfason á Kópavogsvelli skrifar 25. júlí 2014 18:44 Harpa Þorsteinsdóttir er búin að afgreiða Blika tvisvar sinnum á einni viku. vísir/arnþór Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu bikarmeistara Breiðabliks, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta. Líkt og þegar liðin mættust í Pepsi-deildinni á þriðjudagskvöldið var Harpa Þorsteinsdóttir hetja Stjörnunnar, en hún skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu. Stjarnan mætir Selfossi í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Liðin voru jöfn framan af leik en ákefðin meiri í Stjörnukonum sem skilaði sér í sigri. Vörnin hjá Stjörnunni var með svör við flest öllu sem Blikar reyndu. Fátt var um aukaspyrnur en leikurinn einkenndist af jafnri baráttu og færum sem mörg hver urðu til vegna aðstæðna á vellinum. Bleytan fleytti boltanum og leikmenn voru á köflum klaufalegir í tímasetningum. Markið sem skildi að var litað af aðstæðum. Blautur boltinn virtist renna í gegnum greipar Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Breiðabliks. 0-1 sigur Stjörnunnar á Kópavogsvelli þegar upp er staðið, sanngjarn en leikurinn hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Breiðablik sótti af hörku undir lok leiks en allt kom fyrir ekki. Stjarnan er því komin í úrslit Borgunarbikarsins 2014 og mætir þar liði Selfoss. Ólafur Þór: Þetta eru réttu leikirnir til að klára„Við fáum ekki á okkur mörg færi, þessi leikur hefði getað farið á hvorn veginn sem var, en mínir leikmenn höfðu kjark og þor til að klára þetta,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að vinna vel sem lið, við erum með góðan hóp og gott lið. Við erum sátt með hópinn okkar sem margir vilja meina að sé lítill,“ sagði Ólafur sáttur við sína leikmenn eftir sigurinn þrátt fyrir að Sandra Sigurðardóttir hafi teflt á tæpasta vað á köflum. „Hún tók og sólaði sóknarmanninn þeirra ágætlega, við treystum því fólki sem er inná“. Aðspurður hvort heppnisstimpill sé á þessu mikilvæga marki svaraði hann „þegar það er svona blautt í veðri þá er hægt að hafa heppnina með sér í svona, Harpa rétt pikkaði í hann og breytti aðeins stefnunni. Við fengum betri færi til að skora úr.“Hlynur Svan: Telma hugsanlega dæmd rangstæð að tilefnislausuHlynur Svan, þjálfari Breiðabliks hafði ekkert út á dómgæsluna að setja nema hugsanlega eina rangstæðu sem var dæmd á Telmu Hjaltalín í fyrri hálfleik. „Dómgæslan var fín en mér hefur verið bent á að Telma hafi verið flögguð rangstæð án þess að tilefni væri til“. Annars var Hlynur sáttur við leik liðsins. „Liðið spilaði hörkufínan leik, við vorum ekkert síðri en Stjarnan. Það eru leiðinda mistök sem gera það að verkum að við fáum á okkur mark sem skilur síðan að í lokin“.Telma Hjaltalín: Ég er bara svo hröð að dómara halda oft að ég sé rangstæð„Ég held að ég sé það hröð að fólk heldur oft að ég sé rangstæð. Ég er hins vegar svo fljót af stað að ég er bara á undan andstæðingnum,“ sagði Telma sem var að vonum hnípinn eftir leikinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira