Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með tímatökuna fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun.
Það kviknaði í bíl Hamilton og mun hann byrja sá 21. á morgun. Þetta er önnur keppnin í röð sem bíll hans bilar í fyrstu lotunni.
„Ég veit ekki hvað ég get gert á morgun," sagði Hamilton.
„Ég held ég muni lenda í vandræðum með að komast upp í topp tíu á morgun. Ég mun líklega fara héðan með 20 stigum minna en Nico Rosberg, en það eru enn keppnir eftir. Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég geri mitt besta," sagði Hamilton ósáttur.
