Vopnhléi lýkur: Ísraelar lofa umfangsmiklum hernaðaraðgerðum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. júlí 2014 09:44 Hernaðaraðgerðir eru hafnar að nýju. Vísir/AP Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP
Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira