Varð þýskur meistari á gervifótum frá Össuri | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2014 12:41 Rehm stekkur til sigurs í gær. Vísir/Getty Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Sjá meira
Langstökkvarinn Marcus Rehm varð þýskur meistari í greininni um helgina þegar hann stökk 8,24 m. Rehm missti hægri fótinn fyrir neðan hné þegar hann var ellefu ára gamall og hefur verið fremsti langstökkvari heims í sínum fötlunarflokki undanfarin ár. Rehm er 25 ára og notar gervifætur frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri í keppni. Um helgina keppti hann með ófötluðum á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum og varð meistari er hann stökk 8,24 m. Um leið stórbætti hann eigið heimsmet í fötlunarflokki F44 en náði einnig lágmarki fyrir EM í Zürich síðar í sumar. Nú á eftir að koma í ljós hvort að Frjálsíþróttasamband Evrópu gefi honum keppnisleyfi.Vísir/Getty Fordæmi eru fyrir því en Oscar Pistorius frá Suður-Afríku varð árið 2011 fyrstur fatlaðra íþróttamanna til að vinna verðlaun á HM ófatlaðra er hann vann brons með sveit Suður-Afríku í 4x400 boðhlaupi karla. Pistorius var svo á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Pistorius notaðist sem kunnugt er einnig við gervifætur frá Össuri í sínum keppnum. Þó er deilt um hvort að gervigóturinn sem Rehm notar gefi honum forskot fram yfir aðra keppendur í langstökki. „Gervifóturinn er fimmtán sentímetrum lengri en hinn fótleggurinn hans. Ég er með jafnlanga fætur,“ sagði Sebastian Bayer, ríkjandi Evrópumeistari í greininni, en hann varð fimmti í gær.Vísir/Getty Sjálfur vill Rehm fá þessi mál á hreint. „Ég skil vel að þetta sé rætt. Ég vil sjálfur fá niðurstöðu, bæði mín vegna og fyrir aðra íþróttamenn.“ „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ég hafi ekki forskot fram yfir aðra. En það er gríðarlega mikilvægt að þessi mál verði skýrð. Sanngirni í íþróttum er mér mikilvægara en allt annað.“Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Sjá meira