Íslendingur vitni að skotárás á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael. Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael.
Gasa Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira