Stórskotaárásir halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 10:20 vísir/ap Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Gasa Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu.
Gasa Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira