Nýr Bugatti Veyron verður 1.500 hestafla tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:10 Bugatti Veyron á bílasýningu í Tokyo. Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent