„Drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 11:35 Vísir/Pjetur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira