Sport

María leggur skíðin á hilluna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Mynd/Aðsend
Skíðadrottningin María Guðmundsdóttir lagði í dag skíðin á hilluna, 21 árs að aldri. María hefur verið ein fremsta skíðakona landsins í alpagreinum undanfarin ár en hún var kjörin skíðakona ársins tvö ár í röð, 2012 og 2013.

Frá árinu 2009 hefur María þrisvar fagnað Íslandsmeistaratitli í svigi og einu sinni í stórsvigi auk fjölda Íslandsmeistaratitla í unglingaflokkum.

Hún keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Schladming í Austurríki í fyrra og hefur auk þess keppt á Heimsmeistaramótum unglinga og í Evrópubikarkeppninni.

Þrátt fyrir gott gengi hefur María lent í miklum meiðslum á sínum ferli en hún missti meðal annars af Ólympíuleikunum í Sochi vegna hnémeiðsla sem hún hlaut í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×