30 þingmenn styðja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Verði frumvarpið að lögum yrði áfengi selt í afmörkuði rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Árið 2007 fluttu 17 þingmenn, þar á meðal Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Það mál hlaut þó ekki endanlega afgreiðslu Alþingis, ekki frekar en frumvarp sama efnis sem var lagt fram á Alþingi haustið 2008, eins og frægt var.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann segir málið aðkallandi. „Ég held að þetta gæti breytt áfengisvenjum landsmanna. Þetta verði frekar að menningu okkar heldur en að þetta verði tabú eða spennandi. Þetta verði þá til þess að fólk kaupi frekar léttvín með matnum í staðinn fyrir að gera magninnkaup þegar að það á leið í bæinn eða í vínbúðina. Ég held að við leysum ekki áfengisvanda þjóðarinnar með höftum, heldur frekar með lausnum eins og að auka meðferðarúrræði og styrkja forvarnarsjóði í stað þess að setja boð og bönn,“ segir Vilhjálmur. Fréttastofa gerði óformlega könnun í dag meðal alþingismanna, en spurt var hvort þeir kæmu til með að styðja frumvarp Vilhjálms þess efnis að selja áfengi í verslunum. Öruggt þykir að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji málið. Þingmenn Bjartrar framtíðar eru þó ekki einhuga í þessu máli en að minnsta kosti þrír koma til með að styðja það en einn er á móti. Píratar koma allir til með að styðja frumvarp Vilhjálms en aðeins einn þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir sem fréttastofa náði tali af vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að styðja málið og þrír munu greiða atkvæða gegn því. Aðrir gefa ekki upp afstöðu. Þá er búast við að þingflokkur Vinstri grænna muni greiða allur greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Því liggur fyrir að 30 þingmenn, hið minnsta, munu koma til með að styðja frumvarpið. 22 þingmenn eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu, en aðeins tveir þessara þingmanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira