Kínverjar segja iPhone ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 21:49 Vísir/AFP Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það. Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það.
Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira