Jógvan Hansen giftir sig Ellý Ármanns skrifar 13. júlí 2014 09:45 Myndir/elly@365.is Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Jógvan Hansen, einn vinsælasti brúðkaupssöngvari landsins, gekk að eiga Hrafnhildi Jóhannesdóttur stærðfræðing, í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddum fjölda manns. Eins og sjá má á myndunum voru brúðhjónin stórglæsileg þegar þau yfirgáfu kirkjuna. Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið. Hrafnhildur, sem kennir stærðfræði á Keili, var vægast sagt glæsileg.200 veislugestir „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.Jógvan bað Hrafnildi að giftast sér á tónleikum Michael Bublé í London í fyrra sumar.,,Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman," lét Jógvan hafa eftir sér en Færeyingarnir settu svip á veisluna með fallegum þjóðbúningum.Yndisleg stemning skapaðist á meðal veislugesta fyrir utan kirkjuna sem fögnuðu með brúðhjónunum áður en haldið var á Hilton hótelið. Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar stórglæsilegir.Sonur brúðhjónanna, Jóhannes Ari Hansen, tveggja ára, vakti mikla lukku þegar hann kom keyrandi inn kirkjugólfið á rauðum traktor. Þau eiga einnig dóttur, Ásu Maríu Hansen, sem er níu mánaða.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira