Minnst 156 fallnir í átökunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2014 10:30 Vísir/AFP Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas. Gasa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas.
Gasa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira