Tekur ekki vel í sölu áfengis í verslunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 20:00 VISIR/GVA Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira