Range Rover selst eins og heitar lummur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 11:05 Mynd/Wikipedia Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Alls hafa selst 35 jeppar af gerðinni Range Rover það sem af er ári hjá BL. Allt árið 2013 seldust tuttugu bílar sömu gerðar. Um 75 prósenta aukningu er að ræða á milli ára. Range Rover heyrir undir Land Rover línuna en í henni allri hafa selst 104 bílar á árinu. Land Rover Discovery er langvinsælasti bíllinn í línunni en 56 eintök af þeirri tegund hafa selst samanborið við 44 á sama tíma í fyrra. Nýr Discovery kostar 11,4 milljónir króna. Þá hafa selst 13 Land Rover Defender sem kostar 8,5 milljónir króna. Af þeim 35 Range Rover bílum sem selst hafa á árinu eru flestir Range Rover Sport eða 19. Kostar hann 14,9 milljónir króna. Næst á eftir kemur Range Rover Evoque sem kostar 7,8 milljónir króna. Þá hafa selst tveir Range Rover í dýrasta flokknum en kaupverðið á honum er 24 milljónir króna.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent