Sport

Ég hleyp flest alla daga

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Það er vel raunhæft að klára þetta á undir fjórum tímum, það þarf hinsvegar að skipuleggja sig betur,“ sagði Þorbergur Ingi Jónsson í samtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þrátt fyrir að hafa bætt fyrra brautarmet í Laugarvegshlaupinu um 12 mínútur.

Þorbergur Ingi kom í mark á 4 klukkustundum, 7 mínútum og 47 sekúndum og bætti Þorbergur með því fyrra metið um 12 mínútur. Þorbergur kom í mark 40 mínútum á undan næsta manni.

„Það koma hvíldardagar en maður hleypur flest alla daga. Í undirbúningi fyrir þetta var ég að hlaupa á bilinu 150-170 kílómetra á viku,“ sagði Þorbergur.

Elísabet Margeirsdóttir sigraði í kvennaflokki á 5 klukkustundum og 34 mínútum en í öðru sæti lenti Guðbjörg Margrét Björnsdóttir á 5 klukkstundum og 45 mínútum.

Alls tóku 365 manns þátt í Laugavegshlaupinu í gær og voru aðstæður ekki uppá það besta í byrjun en veðrið skánaði eftir því sem leið á hlaupið. Keppendur hlaupa 55 kílómetra í hlaupinu og er heildarhækkun um 1900 metrar og heildarlækkun um 2200 metrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×