Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Kristinn Páll Teitsson á KR-vellinum skrifar 15. júlí 2014 16:27 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Daníel Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins.Callum McGregor skoraði eina mark leiksins með skoti þegar tíu mínútur voru til leiksloka en boltinn virtist fara af Farid Zato-Arouna á leiðinni í netið og gat Stefán Logi Magnússon lítið gert í markinu. Ljóst var að verkefni kvöldsins væri erfitt, Celtic hefur verið fastagestur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er eftirminnilegur sigur þeirra gegn Barcelona fyrir tveimur árum. Greinilegt var á fyrstu mínútu leiksins að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, lagði upp með að vera þéttir til baka og reyna að loka á sóknarlotu gestanna. Leikplanið gekk vel upp því leikmönnum Celtic gekk illa að skapa sér færi í leiknum. Bestu færi Celtic komu með langskotum en Kris Commons átti tvær góðar tilraunir, önnur hafnaði í slánni en hina þurfti Stefán Logi að slá í horn. Heilt yfir fínn hálfleikur hjá KR og gengu liðin inn í hálfleik jöfn. Greinilegt var hinsvegar að Ronny Deila, þjálfari Celtic var óánægður með spilamennsku sinna manna í fyrri hálfleik og komu gestirnir mun ákveðnari út í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Celtic hefði undirtökin í seinni hálfleik vörðust og börðust KR-ingar af fullum krafti og fórnuðu sér fyrir allar sóknarlotur Celtic. Það var því afar svekkjandi þegar eina mark leiksins kom. McGregor sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Celtic kom inn af hægri kantinum yfir á vinstri fótinn og átti lúmskt skot sem fór af Farid og í netið. Óverjandi fyrir Stefán Loga sem virtist vel staðsettur. Celtic reyndi að bæta við marki undir lok leiksins en varnarlína KR hélt út síðustu tíu mínútur leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri gestanna. Það er enn veik von fyrir KR-inga í einvíginu en til þess verða þeir að hitta á hinn fullkomna dag út í Skotlandi í næstu viku. Rúnar: Tréverkið bjargaði okkur nokkrum sinnum„Sigurmarkið þeirra var lélegt af okkar hálfu en tréverkið var búið að bjarga okkur nokkrum sinnum áður,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Úrslitin eru ekki jafn góð og við vonuðumst til en við spiluðum vel. Rétt áður en þeir skora fáum við dauðafæri sem við hefðum þurft að nýta. Við vissum að við myndum bara ná að skapa nokkur færi í leiknum og við þyrftum að nýta þau.“ Heimamenn voru þéttir í leiknum og var Rúnar gríðarlega ánægður með strákana sína. „Við vörðumst vel í leiknum en við sigum full aftarlega í seinni hálfleik og það varð sífellt erfiðara að standast sóknir Celtic. Strákarnir gáfu gjörsamlega allt í þetta, þeir vildu ná góðum úrslitum. Þetta eru ekki bestu úrslitin en þau eru í lagi, ef við spilum vel í Skotlandi getum við vonandi strítt þeim,“ sagði Rúnar sem var feginn að þurfa ekki að fara út í seinni leik og einvígið væri búið. „Við verðum að hafa trú á þessu áfram og það er ekki allt búið enn. Það er allt annað að eiga möguleikann ennþá, það hefði verið leiðinlegt að tapa stórt hér og eiga eftir að fara út á erfiðan útivöll og að reyna að gíra sig upp í það,“ sagði Rúnar. Guðmundur Reynir: Okkur gekk illa að halda boltanum„Þetta var leiðinlegt, þetta hefði alveg getað endað með jafntefli,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, svekktur eftir leikinn. „Þeir fengu nokkur dauðafæri en hefðu þeir ekki skorað þarna hefði það gert hlutina skemmtilegri fyrir seinni leikinn.“ KR-ingar börðust hetjulega í seinni hálfleik og voru gríðarlega óheppnir að fá á sig mark sem kom einfaldlega upp úr engu. „Þeir lágu á okkur allan leikinn. Okkur gekk illa að halda boltanum, við negldum honum alltaf strax fram þegar við fengum hann. Við ætluðum okkur að sitja aftur og beita skyndisóknum og reyna að nýta þau færi sem við fengum en það gekk ekki.“ „Þetta var svo nálægt því að vera jafntefli að ég er ekkert endilega stoltur af því að tapa hérna 1-0 í kvöld. Við vorum orðnir þreyttir á lokakaflanum og þeir nýttu sér það í sigurmarkinu,“ sagði Guðmundur sem var þó ekki búinn að gefa upp öndina. „Ef við náum einu marki úti þurfum við bara að halda hreinu og taka þetta í vító, það er engin spurning hver vinnur í vító,“ sagði Guðmundur léttur. Deila: Hólmbert á framtíð hjá félaginu en þarf að bæta sig„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, við gáfum þeim engin tækifæri og héldum boltanum vel,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur, mikið af hliðarsendingum sem ég þoli ekki. Í seinni hálfleik náðum við að stjórna leiknum betur og skapa okkur betri færi en okkur gekk illa að nýta þau,“ Deila var ánægður með sigurinn en hann vill sjá liðið spila betur þegar kemur að betri mótherjum. „Ég elska að sigra en ég vill sjá liðið spila betur. Leikurinn var hluti af því að undirbúa strákana fyrir langt tímabil og ég er viss um að við skorum fleiri mörk í seinni leiknum.“ Hólmbert Friðjónsson var ekki í leikmannahóp Celtic og ferðaðist ekki með liðinu til landsins. „Hann er ungur leikmaður sem er að keppast við marga leikmenn um stöðu. Hann er langtíma verkefni og þarf að bæta sig til þess að komast í liðið. Ég hef hinsvegar trú á því að hann eigi sér framtíð hjá Celtic,“ sagði Deila. McGregor: Stærsta markið mitt á ferlinum„Þetta var erfiður leikur og KR gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Callum McGregor, hetja Celtic, eftir leikinn. „Við spiluðum betur í seinni hálfleik og það var gríðarlegur léttir að ná þessu seinna marki. Einvígið er hinsvegar ekki búið, við þurfum að vera tilbúnir í seinni leikinn.“ McGregor var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði Celtic í dag. „Þjálfarinn sagði mér þetta í hádeginu og ég fór beint í að undirbúa mig fyrir leikinn. Ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri og ég tel að ég sé tilbúinn til þess að leika fyrir Celtic. Ég var stressaður í byrjun en um leið og leikurinn byrjaði hvarf allt stress.“ McGregor var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort þetta væri stærsta mark hans á ferlinum en hann skoraði 14 mörk á láni með Notts County í ensku 1. deildinni. „Þetta er stærsta markið mitt á ferlinum. Ég hef verið hjá Celtic síðan ég var níu ára gamall og að skora sigurmark í leik í Meistaradeildinni er draumi líkast. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá boltann í netinu og þetta gæti orðið markið sem kemur okkur í næstu umferð.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins.Callum McGregor skoraði eina mark leiksins með skoti þegar tíu mínútur voru til leiksloka en boltinn virtist fara af Farid Zato-Arouna á leiðinni í netið og gat Stefán Logi Magnússon lítið gert í markinu. Ljóst var að verkefni kvöldsins væri erfitt, Celtic hefur verið fastagestur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er eftirminnilegur sigur þeirra gegn Barcelona fyrir tveimur árum. Greinilegt var á fyrstu mínútu leiksins að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, lagði upp með að vera þéttir til baka og reyna að loka á sóknarlotu gestanna. Leikplanið gekk vel upp því leikmönnum Celtic gekk illa að skapa sér færi í leiknum. Bestu færi Celtic komu með langskotum en Kris Commons átti tvær góðar tilraunir, önnur hafnaði í slánni en hina þurfti Stefán Logi að slá í horn. Heilt yfir fínn hálfleikur hjá KR og gengu liðin inn í hálfleik jöfn. Greinilegt var hinsvegar að Ronny Deila, þjálfari Celtic var óánægður með spilamennsku sinna manna í fyrri hálfleik og komu gestirnir mun ákveðnari út í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Celtic hefði undirtökin í seinni hálfleik vörðust og börðust KR-ingar af fullum krafti og fórnuðu sér fyrir allar sóknarlotur Celtic. Það var því afar svekkjandi þegar eina mark leiksins kom. McGregor sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Celtic kom inn af hægri kantinum yfir á vinstri fótinn og átti lúmskt skot sem fór af Farid og í netið. Óverjandi fyrir Stefán Loga sem virtist vel staðsettur. Celtic reyndi að bæta við marki undir lok leiksins en varnarlína KR hélt út síðustu tíu mínútur leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri gestanna. Það er enn veik von fyrir KR-inga í einvíginu en til þess verða þeir að hitta á hinn fullkomna dag út í Skotlandi í næstu viku. Rúnar: Tréverkið bjargaði okkur nokkrum sinnum„Sigurmarkið þeirra var lélegt af okkar hálfu en tréverkið var búið að bjarga okkur nokkrum sinnum áður,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Úrslitin eru ekki jafn góð og við vonuðumst til en við spiluðum vel. Rétt áður en þeir skora fáum við dauðafæri sem við hefðum þurft að nýta. Við vissum að við myndum bara ná að skapa nokkur færi í leiknum og við þyrftum að nýta þau.“ Heimamenn voru þéttir í leiknum og var Rúnar gríðarlega ánægður með strákana sína. „Við vörðumst vel í leiknum en við sigum full aftarlega í seinni hálfleik og það varð sífellt erfiðara að standast sóknir Celtic. Strákarnir gáfu gjörsamlega allt í þetta, þeir vildu ná góðum úrslitum. Þetta eru ekki bestu úrslitin en þau eru í lagi, ef við spilum vel í Skotlandi getum við vonandi strítt þeim,“ sagði Rúnar sem var feginn að þurfa ekki að fara út í seinni leik og einvígið væri búið. „Við verðum að hafa trú á þessu áfram og það er ekki allt búið enn. Það er allt annað að eiga möguleikann ennþá, það hefði verið leiðinlegt að tapa stórt hér og eiga eftir að fara út á erfiðan útivöll og að reyna að gíra sig upp í það,“ sagði Rúnar. Guðmundur Reynir: Okkur gekk illa að halda boltanum„Þetta var leiðinlegt, þetta hefði alveg getað endað með jafntefli,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, svekktur eftir leikinn. „Þeir fengu nokkur dauðafæri en hefðu þeir ekki skorað þarna hefði það gert hlutina skemmtilegri fyrir seinni leikinn.“ KR-ingar börðust hetjulega í seinni hálfleik og voru gríðarlega óheppnir að fá á sig mark sem kom einfaldlega upp úr engu. „Þeir lágu á okkur allan leikinn. Okkur gekk illa að halda boltanum, við negldum honum alltaf strax fram þegar við fengum hann. Við ætluðum okkur að sitja aftur og beita skyndisóknum og reyna að nýta þau færi sem við fengum en það gekk ekki.“ „Þetta var svo nálægt því að vera jafntefli að ég er ekkert endilega stoltur af því að tapa hérna 1-0 í kvöld. Við vorum orðnir þreyttir á lokakaflanum og þeir nýttu sér það í sigurmarkinu,“ sagði Guðmundur sem var þó ekki búinn að gefa upp öndina. „Ef við náum einu marki úti þurfum við bara að halda hreinu og taka þetta í vító, það er engin spurning hver vinnur í vító,“ sagði Guðmundur léttur. Deila: Hólmbert á framtíð hjá félaginu en þarf að bæta sig„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna, við gáfum þeim engin tækifæri og héldum boltanum vel,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur, mikið af hliðarsendingum sem ég þoli ekki. Í seinni hálfleik náðum við að stjórna leiknum betur og skapa okkur betri færi en okkur gekk illa að nýta þau,“ Deila var ánægður með sigurinn en hann vill sjá liðið spila betur þegar kemur að betri mótherjum. „Ég elska að sigra en ég vill sjá liðið spila betur. Leikurinn var hluti af því að undirbúa strákana fyrir langt tímabil og ég er viss um að við skorum fleiri mörk í seinni leiknum.“ Hólmbert Friðjónsson var ekki í leikmannahóp Celtic og ferðaðist ekki með liðinu til landsins. „Hann er ungur leikmaður sem er að keppast við marga leikmenn um stöðu. Hann er langtíma verkefni og þarf að bæta sig til þess að komast í liðið. Ég hef hinsvegar trú á því að hann eigi sér framtíð hjá Celtic,“ sagði Deila. McGregor: Stærsta markið mitt á ferlinum„Þetta var erfiður leikur og KR gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Callum McGregor, hetja Celtic, eftir leikinn. „Við spiluðum betur í seinni hálfleik og það var gríðarlegur léttir að ná þessu seinna marki. Einvígið er hinsvegar ekki búið, við þurfum að vera tilbúnir í seinni leikinn.“ McGregor var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði Celtic í dag. „Þjálfarinn sagði mér þetta í hádeginu og ég fór beint í að undirbúa mig fyrir leikinn. Ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri og ég tel að ég sé tilbúinn til þess að leika fyrir Celtic. Ég var stressaður í byrjun en um leið og leikurinn byrjaði hvarf allt stress.“ McGregor var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort þetta væri stærsta mark hans á ferlinum en hann skoraði 14 mörk á láni með Notts County í ensku 1. deildinni. „Þetta er stærsta markið mitt á ferlinum. Ég hef verið hjá Celtic síðan ég var níu ára gamall og að skora sigurmark í leik í Meistaradeildinni er draumi líkast. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég sá boltann í netinu og þetta gæti orðið markið sem kemur okkur í næstu umferð.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira