Þrjú börn fórust eftir vopnahléð Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2014 19:27 Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels. Gasa Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels.
Gasa Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira