Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 19:43 Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag. MH17 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag.
MH17 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira