Formúla 1

Hvern fer að vanta íhluti eftir níu keppnir?

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rússin ungi, Daniil Kvyat þarf að fara að gæta að varahlutalagernum.
Rússin ungi, Daniil Kvyat þarf að fara að gæta að varahlutalagernum. Vísir/Getty
Aukin áhersla er nú í Formúlu 1 á áreiðanleika. Hér förum við yfir hver er búinn að nota hvað. Refsingar liggja við notkun fleiri hluta en heimilt er.

Ökumaður sem notar meira en fimm stykki af einhverjum íhlut sem talinn er upp að neðan verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu.

ICE - Vél (Internal Combustion Engine

TC - Túrbína (Turbo Charger)

MGU-K - Rafall sem notar hreyfingu til að safna rafmagni (Motor Generator Energy-Kinetic)

MGU-H - Rafall sem notar hita til að safna rafmagni (Motor Generator Energy-Heat)

ES - Rafgeymar (Energy Store)

CE - Tölvukerfi til að stýra rafsöfnunarkerfum (Control Electronics)



Hér er staðan:

NafnLiðICETCMGU-KMGU-HESCE
Sebastian VettelRed Bull444424
Daniel RicciardoRed Bull333322
Lewis HamiltonMercedes333333
Nico RosbergMercedes333323
Fernando AlonsoFerrari333334
Kimi RaikkonenFerrari333433
Romain GrosjeanLotus343323
Pastor MaldonadoLotus444423
Jenson ButtonMcLaren333322
Kevin MagnussenMcLaren333322
Nico HulkenbergForce India333322
Sergio PerezForce India333322
Adrian SutilSauber333333
Esteban GutierrezSauber333333
Jean-Eric VergneToro Rosso444333
Daniil KvyatToro Rosso545322
Felipe Massa Williams333323
Valtteri BottasWilliams333322
Jules BianchiMarussia443424
Max ChiltonMarussia444434
Kamui KobayashiCaterham333334
Marcus EricssonCaterham333323


Daniil Kvyat á Toro Rosso er að nota síðustu vélina og hreyfiorkurafalinn sem hann má nota áður en hann sætir refsingu. Sebastian Vettel er ekki í mikið betri málum, hann hefur þegar notað mikið af sínum íhlutum.

Það verður forvitnilegt að sjá hver verður fyrstur til að færast aftur um tíu sæti fyrir ofnotkun íhluta.


Tengdar fréttir

FIA íhugar breyttar refsingar

Alþjóða aksturstíþróttasambandið (FIA) leitar nú nýrra leiða til að refsa liðum fyrir óörugg þjónustuhlé. Núgildandi reglur refsa ökumönnum fyrir slík þjónustuhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×