Deilan hættuleg heimsfriði Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 12:06 Eiríkur Bergmann segir atburðinn í Austur-Úkraínu setja mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa síðustu missera. Vísir/AFP Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“ MH17 Úkraína Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“
MH17 Úkraína Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira