Formúla 1

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg er á heimavelli í Þýskalandi og þráir að tryggja sér 25 stig á sunnudaginn.
Nico Rosberg er á heimavelli í Þýskalandi og þráir að tryggja sér 25 stig á sunnudaginn. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes varð fljóstastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton var skammt á eftir honum. Hamilton varð svo flótastur á seinni æfingunni.

Munurinn á Mercedes tvíeykinu á fyrri æfingunni var einungis 0,065 sekúndur. Ferrari maðurinn Fernando Alonso varð þriðji, 0,292 sekúndum á eftir Rosberg.

FRIC bannið virðist ekki hafa haft gríðarleg áhrif á yfirburði Mercedes bílsins.

Susie Wolff, þróunarökumaður Williams liðsins fékk annað tækifæri á fyrri æfingu dagsins. Hún fékk að spreyta sig á Silverstone en komst ekki langt vegna bilunar. Dagurinn í dag var öllu betri hún setti fimmtánda hraðasta tímann og ók 22 hringi.

Seinni æfingin var öllu jafnari. Fyrstu níu bílarnir voru allir á sömu sekúndunni. Hamilton var fljótastur, Rosberg annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji.

Tímatakan fyrir þýska kappasturinn fer fram á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 11:50.

Útsending frá keppninni á sunnudag hefst svo klukkan 11:30, einnig á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

FIA íhugar breyttar refsingar

Alþjóða aksturstíþróttasambandið (FIA) leitar nú nýrra leiða til að refsa liðum fyrir óörugg þjónustuhlé. Núgildandi reglur refsa ökumönnum fyrir slík þjónustuhlé.

Hvern fer að vanta íhluti eftir níu keppnir?

Aukin áhersla er nú í Formúlu 1 á áreiðanleika. Hér förum við yfir hver er búinn að nota hvað. Refsingar liggja við notkun fleiri hluta en heimilt er.

Bottas: Mercedes gæti fundið fyrir FRIC banni

Valtteri Bottas, ökumaður Williams telur að Mercedes liðið verði fyrir mestum áhrifum ef tengd fram og aftur fjöðrun (FRIC) verður bönnuð. Bottas telur að bannið myndi ekki hafa áhrif á Williams liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×