Spennan magnast á opna breska | Veðrið setur strik í reikninginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. júlí 2014 11:02 Regnhlífar sjást víða vísir/getty Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag. Golf Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag.
Golf Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira