Spennan magnast á opna breska | Veðrið setur strik í reikninginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. júlí 2014 11:02 Regnhlífar sjást víða vísir/getty Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira