

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins.
Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess.
189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær.
Farþegi á leið til Malasíu birti myndskeið á netinu stuttu áður en flugvélin var skotin niður.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst.
Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær.
Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust.
Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag vegna harmleiksins í Úkraínu.
„Vill einhver kaupa flugpunktana mína hjá Malaysia Airlines?“
Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.
Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.