Fylgjan snædd sigga dögg kynfræðingur skrifar 4. júlí 2014 11:00 Ein á dag, getur kannski komið skapinu og brjóstagjöfinni í lag Mynd/Getty Í heimi verðandi og nýbakaðra mæðra er mikið rætt um það hvort borða skuli fylgjuna í kjölfar fæðingar. Maðurinn er eina spendýrið sem neytir ekki fylgjunnar en hún ku vera stútfull af næringarefnum líkt og vellíðunarhormíninu oxýtósin. Sumir telja að ef þú borðar hana þá getur þú komið í veg fyrir fæðingarþunglyndi og aukið brjóstamjólkina. Rannsóknir virðast ekki styðja þessi áhrif og fæðingarlæknar mæla ekki sérstaklega með því að halda upp á og borða fylgjuna. Fyrir utan það að slíkt er ólöglegt á Íslandi (þó ég hafi heyrt sögur um konur sem hafi haldið upp á sína eftir heimafæðingu). Í þessu samhengi þá ætti líkamleg heilsa og líðan móður á meðgöngu að skipta einhverju máli þar sem hormón eru misjöfn sem og þá næringarinnihald fylgjunnar. Fyrir sumar mæður þá virðist þetta vera frábært en svo alls ekki fyrir aðrar. Dæmi um fræga einstaklinga sem trúa á þetta og hafa snætt fylgjuna eru: Tom Cruise, January Jones, Alicia Silverstone og tvíburasysturnar Tia & Tamera. En það er eins og með allt þá er ekkert eitt sem virkar fyrir alla. Ef þér þykir þetta áhugaverður kostur þá útskýrir meðfylgjandi myndband hvernig megi þurrka fylgjuna og búa til pillur úr henni. Heilsa Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp
Í heimi verðandi og nýbakaðra mæðra er mikið rætt um það hvort borða skuli fylgjuna í kjölfar fæðingar. Maðurinn er eina spendýrið sem neytir ekki fylgjunnar en hún ku vera stútfull af næringarefnum líkt og vellíðunarhormíninu oxýtósin. Sumir telja að ef þú borðar hana þá getur þú komið í veg fyrir fæðingarþunglyndi og aukið brjóstamjólkina. Rannsóknir virðast ekki styðja þessi áhrif og fæðingarlæknar mæla ekki sérstaklega með því að halda upp á og borða fylgjuna. Fyrir utan það að slíkt er ólöglegt á Íslandi (þó ég hafi heyrt sögur um konur sem hafi haldið upp á sína eftir heimafæðingu). Í þessu samhengi þá ætti líkamleg heilsa og líðan móður á meðgöngu að skipta einhverju máli þar sem hormón eru misjöfn sem og þá næringarinnihald fylgjunnar. Fyrir sumar mæður þá virðist þetta vera frábært en svo alls ekki fyrir aðrar. Dæmi um fræga einstaklinga sem trúa á þetta og hafa snætt fylgjuna eru: Tom Cruise, January Jones, Alicia Silverstone og tvíburasysturnar Tia & Tamera. En það er eins og með allt þá er ekkert eitt sem virkar fyrir alla. Ef þér þykir þetta áhugaverður kostur þá útskýrir meðfylgjandi myndband hvernig megi þurrka fylgjuna og búa til pillur úr henni.
Heilsa Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp