Ólafur Örn varar norsk félög við að fylla liðin af Íslendingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 09:00 FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson stýrir sóknarleik Vikings og er búinn að skora þrjú mörk. Mynd/Fkviking.no „Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira