Formúla 1

Mercedesmenn fljótastir á föstudagsæfingum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton óskar Rosberg til hamingju með fyrsta sætið í Austurríki.
Hamilton óskar Rosberg til hamingju með fyrsta sætið í Austurríki. Vísir/Getty
Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Silverstone brautinni á tímanum 1:35,424. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingunni á tímanum 1:34,508.

Hamilton var annar á fyrri æfingunni en Rosberg varð annar á þeirri seinni. Ferrari maðurinn Fernando Alonso varð þriðji á báðum æfingum, eins varð Daniel Ricciardo á Red Bull fjórði á báðum æfingum.

Á fyrri æfingunni komst Pastor Maldonado á Lotus einungis tvo hringi. Susie Wolff komst litlu lengra eða 4 hringi. Wolff er þróunarökumaður Williams liðsins, hún þurfti að stöðva þegar olíuþrýstingur féll í bíl hennar.

Felipe Massa á Williams lenti í sambærilegu óhappi og í fyrra þegar hann fór út af brautinni í beygju sem ber heitið Stowe. Þá var rauðum flöggum veifað og æfingin stöðvuð tímabundið.

Á seinni æfingunni tapaði Hamilton olíuþrýsting sem batt enda á æfinguna fyrir hann. Mercedes liðið vonar að ekki sé um varanlegt vandamála að ræða.

Hamilton má ekki við meiri bilunum ef hann ætlar að saxa á forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna. Rosberg leiðir með 29 stig.

Tímatakan fyrir breska kappasturinn á Silverstone brautinni fer fram á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50.

Keppnin fer svo fram á sunnudag og hefst útsending þá klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Nico Rosberg fyrstur í mark í Austurríki

Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni.

Bílskúrinn: Harmleikur heimsmeistarans

Keppnin á Red Bull Ring brautinni í Austurríki var athyglisverð fyrir margt. Hvað kom fyrir Red Bull, hvernig er stemmingin hjá Mercedes og hvernig stóðst Williams áhlaup Mercedes?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×