Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2014 13:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/GVA Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.” Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.”
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira