Sport

Árni Björn og Stormur unnu öruggan sigur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Árni Björn og Stormur.
Árni Björn og Stormur. vísir/bjarni þór


Landsmót hestamanna náði hápunkti í kvöld þegar A-úrslit í tölti voru kveðin upp. Árni Björn Pálsson á Stormi frá Heiðarhóli fór með sigur af hólmi með einkunnina 9,39 og tengdafaðir Árna, Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum hafnaði í öðru sæti með einkunnina 8,56. Þá var Leó Geir Arnarson á Krít frá Miðhjáleigu í þriðja sæti og Þórarinn Ragnarsson á Þyt frá Efsta-Dal II í því fjórða. Miður þótti að Sigurður Sigurðarson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hestur hans, Dreyri frá Hjaltastöðum féll.

Hestarnir þóttu með eindæmum glæsilegir og sjá mátti áhorfendur taka við sér með tilheyrandi lófaklappi og fagnaðarlátum þegar hestarnir þeystust áfram á yfirferðartölti.

Hér má sjá A-úrslitin í tölti í heild sinni:

1. Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli

Hægt tölt: 9,5

Hraðabreytingar: 9,17

Yfirferð: 9,5

Aðaleinkunn: 9,39

2. Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum

Hægt tölt: 9,0

Hraðabreytingar: 8,5

Yfirferð: 8,17

Aðaleinkunn: 8,56

3. Leó Geir Arnarson á Krít frá Miðhjáleigu

Hægt tölt: 8,17

Hraðabreytingar: 8,0

Yfirferð: 8,0

Aðaleinkunn: 8,22

4. Þórarinn Ragnarsson á Þyt frá Efsta-Dal II

Hægt tölt: 8,0

Hraðabreytingar: 8,0

Yfirferð: 8,0

Aðaleinkunn: 8,0

5. Ísólfur Líndal Þórisson á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi

Hægt tölt: 7,5

Hraðabreytingar: 7,5

Yfirferð: 7,5

Aðaleinkunn: 7,5

6. Sigurður Sigurðarson á Dreyra frá Hjaltastöðum

Hægt tölt: 7,5

Hraðabreytingar: 7,67

Yfirferð: 0,00

Aðaleinkunn:

Völlurinn yfirgefinn eftir að Dreyri féll.vísir/bjarni þór
Árni Björn tekur við verðlaununum.vísir/bjarni þór
vísir/bjarni þór

Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×