Formúla 1

Samantekt frá breska kappakstrinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Bretlandi í gær og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi.

Heimamaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann Silverstone kappaksturinn í gær eftir gríðarlega dramatíska keppni. Með sigrinum blandar Hamilton sér á ný í baráttuna um heimsmeistaratitil ökuþóra en þar er hann er í keppni við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg.

Valtteri Bottas átti besta akstur dagsins en hann ræsti 17. sæti en náði að vinna sig upp í 2. sæti. Er það annað verðlaunasætið í röð hjá Bottas eftir að hafa náð sínu fyrsta í síðustu keppni í Austurríki.

Harkalegur árekstur átti sér stað strax á fyrstu mínútum kappakstursins er Kimi Räikkönen missti stjórn á bílnum sínum og rakst utan í Jenson Button. Engin alvarleg meiðsli áttu sér stað en klukkustundar hlé var gert á kappakstrinum á meðan öryggishandrið sem Räikkönen keyrði inn í var endurbyggt.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton á Mercedes. vann breska kappaksturinn. Eftir gríðarlega dramatíska keppni. Valtteri Bottas á Williams var annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×