Við spurðum kappann út í heimsmetið og hvað hann gerði til að verðskulda þennan glæsilega verðlunagrip sem hann er með um hálsinn á myndinni hér að ofan.
,,Við drógum tíu bíla sem voru tengdir saman - 20 metra. Ég vann á tímanum 17 sekúndur," útskýrir Hafþór og bætir við að keppinautur hans, Savickas, hafi dregið bílana sömu vegalengd á 18,03 sekúndum.
Fyrir þá sem ekki vita - hver er Savickas? ,,Zydrunas Savickas vann keppnina Sterkasti maður heims í ár aðeins hálfu stigi á undan mér. Við erum hérna fyrir Guinness World Record að reyna við átta heimsmet í heildina. Við erum búnir að keppa í fjórum greinum. Ég vann tvö og hann tvö," útskýrir Hafþór að vonum ánægður með árangur gærdagsins.