ESB til aðstoðar búlgarska bankakerfinu Randver Kári Randversson skrifar 30. júní 2014 12:32 Innistæðueigendur bíða fyrir utan banka í Sofiu á föstudag. Vísir/AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins. Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt beiðni búlgarskra yfirvalda um aðstoð við fjármögnun nokkurra af stærstu bönkum landsins sem talið er að hafi orðið fyrir skipulögðum árásum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins. BBC greinir frá þessu. Framkvæmdastjórn ESB hefur framlengt lánalínu upp á 3,3 milljarða leva (um 2,3 milljarða dollara) til aðstoðar við búlgarska bankakerfið, en tveir búlgarskir bankar urðu fyrir áhlaupi í síðustu viku. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að aðstoðin sem nú er veitt sé í samræmi við þá nauðsyn að tryggja fullnægjandi greiðsluflæði bankakerfisins við tilteknar aðstæður. Jafnframt er lögð áhersla á að bankakerfið í Búlgaríu sé í grundvallaratriðum traust, þar sem það sé vel fjármagnað og hafi góða greiðslugetu samanborið við önnur aðildarríki. Í síðustu viku varð KTB-bankinn, fjórði stærsti banki Búlgaríu, fyrir áhlaupi með þeim afleiðingum að seðlabanki landsins yfirtók bankann. Á föstudag þustu innistæðueigendur í þriðja stærsta banka landsins og tóku út innistæður sínar af ótta við að sá banki færi sömu leið. Fimm hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa skipulagt atlögu að bankakerfinu. Búlgarski seðlabankinn hefur hvatt til þess að opinberir aðilar vinni saman að því að tryggja fjármálastöðugleika og grípi til lagalegra aðgerða gegn þeim sem hafi breitt út ósannindi um ástand búlgarska bankakerfisins.
Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent