Bretar vilja flytja út haggis til Bandaríkjanna Randver Kári Randversson skrifar 30. júní 2014 14:50 Bandarískir og breskir íþróttamenn bragða á Haggis á vörukynningu Sainsbury´s í Glasgow í vetur. Vísir/Getty Images Bresk yfirvöld freista þess nú fá Bandaríkjamenn til að heimila innflutning á haggis, eftir áratugalangt innflutningsbann á þessum þjóðarrétti Skota. Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, hyggst fara þess á leit á fundi með bandaríska starfsbróður sínum, Tom Vilsack, að banninu verði aflétt. Fjallað er um málið á vef Western Daily Press. Innflutningur á haggis til Bandaríkjanna hefur verið óheimill frá árinu 1971, en það ár var neysla á kindalungum, sem er meðal undirstöðu innihaldsefna í haggis, bönnuð í landinu. Auk þess hefur verið í gildi innflutningsbann á bresku kindakjöti frá 1989 vegna riðufaraldurs sem þá kom upp. Skoskir framleiðendur haggis binda vonir við að þar með opnist markaður fyrir vöruna sem sé ennþá stærri en breski heimamarkaðurinn, vegna þess hve vörur tengdar skoskri menningararfleifð njóti mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld telja að hægt verði að taka málið upp í tengslum við fríverslunarviðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bresk yfirvöld freista þess nú fá Bandaríkjamenn til að heimila innflutning á haggis, eftir áratugalangt innflutningsbann á þessum þjóðarrétti Skota. Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, hyggst fara þess á leit á fundi með bandaríska starfsbróður sínum, Tom Vilsack, að banninu verði aflétt. Fjallað er um málið á vef Western Daily Press. Innflutningur á haggis til Bandaríkjanna hefur verið óheimill frá árinu 1971, en það ár var neysla á kindalungum, sem er meðal undirstöðu innihaldsefna í haggis, bönnuð í landinu. Auk þess hefur verið í gildi innflutningsbann á bresku kindakjöti frá 1989 vegna riðufaraldurs sem þá kom upp. Skoskir framleiðendur haggis binda vonir við að þar með opnist markaður fyrir vöruna sem sé ennþá stærri en breski heimamarkaðurinn, vegna þess hve vörur tengdar skoskri menningararfleifð njóti mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld telja að hægt verði að taka málið upp í tengslum við fríverslunarviðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira