Ford með þrennu Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2014 16:15 Forstjóri Ford, Alan Mulally kyssir EcoBoost vélina í tilefni viðurkenningarinnar. Ford EcoBoost vélin hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year) þriðja árið í röð. Verðlaunin hafa verið veitt í 15 ár og er Ford fyrsti framleiðandinn sem hlýtur verðlaunin 3 ár í röð. Úrslitin byggjast á kosningu fjölþjóðlegs hóps bílablaðamanna en 82 dómarar frá 35 löndum dæmdu í keppninni í ár. Dæmt var eftir eiginleikum eins og vélarkrafti, virkni, eldsneytisnotkun, þýðleika og framúrskarandi innleiðingu tækninýjunga. EcoBoost vélin hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki véla undir 1 lítra. Vélin hefur fengið mikið lof frá bílablaðamönnum. Frá því að EcoBoost vélin var fyrst kynnt árið 2012 hefur hún hlotið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðlegar viðurkenningar. Vélin skilar 125 hestöflum sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford hjá Brimborg segir „Vélin er ekki bara aflmikil heldur er hún líka að skila einstaklega lágri eyðslu. Það fer ekki alltaf saman. Eyðslan er mun lægri en í öðrum bensínvélum. Þegar fólk prófar þá er það mjög ánægt með aflið og hversu hljóðlát hún er.“ Ford EcoBoost vélin er fáanleg í Ford Fiesta, Ford B-MAX, Ford Focus, Ford C-MAX og Ford Grand C-MAX. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Ford EcoBoost vélin hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year) þriðja árið í röð. Verðlaunin hafa verið veitt í 15 ár og er Ford fyrsti framleiðandinn sem hlýtur verðlaunin 3 ár í röð. Úrslitin byggjast á kosningu fjölþjóðlegs hóps bílablaðamanna en 82 dómarar frá 35 löndum dæmdu í keppninni í ár. Dæmt var eftir eiginleikum eins og vélarkrafti, virkni, eldsneytisnotkun, þýðleika og framúrskarandi innleiðingu tækninýjunga. EcoBoost vélin hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokki véla undir 1 lítra. Vélin hefur fengið mikið lof frá bílablaðamönnum. Frá því að EcoBoost vélin var fyrst kynnt árið 2012 hefur hún hlotið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðlegar viðurkenningar. Vélin skilar 125 hestöflum sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford hjá Brimborg segir „Vélin er ekki bara aflmikil heldur er hún líka að skila einstaklega lágri eyðslu. Það fer ekki alltaf saman. Eyðslan er mun lægri en í öðrum bensínvélum. Þegar fólk prófar þá er það mjög ánægt með aflið og hversu hljóðlát hún er.“ Ford EcoBoost vélin er fáanleg í Ford Fiesta, Ford B-MAX, Ford Focus, Ford C-MAX og Ford Grand C-MAX.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent