Refsingu fyrir þá sem ekki veita aðstoð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 19:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir ekkert hægt að aðhafast frekar í máli leikmanns Dalvíkur/Reynis sem veðjaði á tap síns liðs í vetur.Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið þann 5. júní síðastliðinn að leikmaður liðsins - sem þó hafi ekki tekið þátt í leiknum - hafi viðurkennt að hafa veðjað á minnst þriggja marka tap liðsins í leik gegn Þór í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar. Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði að þetta hafi komið honum opna skjöldu og óskaði eftir frekari upplýsingum frá félaginu. „Ég fékk einfaldlega þau viðbrögð að þau vissu af einum leikmanni, sem þó var ekki í leikmannahópi liðsins hvorki þá né nú, sem veðjaði á leikinn. En frekari upplýsingar fékk ég ekki.“ „Þetta mál kennir okkur að við þurfum að herða á okkar reglum og hugsanlega á þann máta að hægt sé að refsa einstaklingum eða félögum fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar.“ Hann segist þó ekki hafa nægilegar upplýsingar til að meta hvort málið hafi skaðað trúverðugleika Dalvíkur/Reynis en viðurkennir að mál sem þessi séu blettur á íslenskri knattspyrnu. „Þetta er sama vandamál og víðsvegar í Evrópu. Við þurfum að taka því - ekki aðeins knattspyrnuhreyfingin heldur löggjöfin og þeir sem fylgja henni eftir.“ „Það hafa komið upp samskonar mál á Norðurlöndunum og við þurfum að skoða þeirra regluverk mjög vel. Við þurfum að hafa heimildir til að geta refsað mönnum sem vilja ekki veita aðstoð í slíkum málum.“ Hann reiknar ekki með því að hægt verði að grípa til frekari aðgerða gegn Dalvík/Reyni. „Við höfum í raun litlar forsendur til að rannsaka málið enn frekar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15 Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir ekkert hægt að aðhafast frekar í máli leikmanns Dalvíkur/Reynis sem veðjaði á tap síns liðs í vetur.Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið þann 5. júní síðastliðinn að leikmaður liðsins - sem þó hafi ekki tekið þátt í leiknum - hafi viðurkennt að hafa veðjað á minnst þriggja marka tap liðsins í leik gegn Þór í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar. Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði að þetta hafi komið honum opna skjöldu og óskaði eftir frekari upplýsingum frá félaginu. „Ég fékk einfaldlega þau viðbrögð að þau vissu af einum leikmanni, sem þó var ekki í leikmannahópi liðsins hvorki þá né nú, sem veðjaði á leikinn. En frekari upplýsingar fékk ég ekki.“ „Þetta mál kennir okkur að við þurfum að herða á okkar reglum og hugsanlega á þann máta að hægt sé að refsa einstaklingum eða félögum fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar.“ Hann segist þó ekki hafa nægilegar upplýsingar til að meta hvort málið hafi skaðað trúverðugleika Dalvíkur/Reynis en viðurkennir að mál sem þessi séu blettur á íslenskri knattspyrnu. „Þetta er sama vandamál og víðsvegar í Evrópu. Við þurfum að taka því - ekki aðeins knattspyrnuhreyfingin heldur löggjöfin og þeir sem fylgja henni eftir.“ „Það hafa komið upp samskonar mál á Norðurlöndunum og við þurfum að skoða þeirra regluverk mjög vel. Við þurfum að hafa heimildir til að geta refsað mönnum sem vilja ekki veita aðstoð í slíkum málum.“ Hann reiknar ekki með því að hægt verði að grípa til frekari aðgerða gegn Dalvík/Reyni. „Við höfum í raun litlar forsendur til að rannsaka málið enn frekar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15 Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Undrast framkomu Dalvíkur/Reynis Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ undrast framkomu Dalvíkur/Reynis í tengslum við málefni leikmanns sem lagði pening undir gegn eigin liði. 5. júní 2014 22:15
Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. 6. júní 2014 07:15