Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 0-1 | Fyrsta tap Þórs/KA Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2014 16:08 Vísir/Andri Marinó Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira