Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2014 16:23 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti