Innlent

Keppendur í hjólreiðamóti WOW ræstir út

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/SIGURJóN RAGNAR
WOW Cyclothon-hjólreiðamótið hófst í dag fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu í Reykjavík.

Liðin sem skráðu sig til leiks munu á næstu dögum hjóla í kringum landið með boðsveitarformi, ýmist einn, fjórir eða tíu hjólreiðamenn skipta með sér kílómetrunum 1332. Hjólað er um þjóðveg 1 að undanskyldu að farið erum um Hvalfjörð og yfir Öxi.

Liðin hafa safnað áheitum á undanförnum dögum og hafði á sjöundu milljón króna safnast í kvöld. Sextíu og þrjú lið skráðu sig til leiks í ár en lið Stöðvar 2 hefur safnað mestum pening fram til þessa, rúmlega 600 þúsund krónum. Í liðinu eru þau Andri Ómarsson, Birta Björnsdóttir, Björgvin Harðarson, Friðrika H. Geirsdóttir, Þorbjörn Þórðarson , Kolbrún Björnsdóttir, Lóa Pind Aldísardóttir, Elísabet Margeirsdóttir , Sveinn B. Rögnvaldsson og Telma L. Tómasson.

Hér að ofan má sjá myndasyrpu af því þegar keppendur voru ræstir út fyrr í dag en myndirnar tók Sigurjón Ragnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×