Íslenski boltinn

Harpa með sjö mörk í síðustu tveimur leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, hefur verið í miklu stuði í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deild kvenna en Stjörnukonur er nú komnar í toppsæti deildarinnar eftir stórsigra á Val og Stjörnunni.

Harpa skoraði fernu í 5-3 útisigri á Selfossi í gær og var með þrennu í 7-2 sigri á Val í umferðinni á undan. Harpa hefur því skorað sjö mörk í undanförnum tveimur deildarleikjum Garðabæjarliðsins.

Harpa byrjaði báða leikina mjög vel en hún skoraði fimm þessara marka á fyrsta hálftímanum þar af þrennu á fyrstu 28 mínútum á Selfossi í gær. Tvö af þessum sjö mörkum Hörpu hafa komið af vítapunktinum.

Harpa er nú markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna með tíu mörk en hún hefur skorað fimm mörkum meira en næstu konur sem eru Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi og Telma Hjaltalín Þrastardóttir hjá Breiðabliki.

Harpa er því á góðri leið með að verða markahæst annað tímabilið í röð en hún skoraði 28 mörk í 18 leikjum í deildinni í fyrra og vann þá markadrottningartitilinn með ellefu marka mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×