Landsframleiðsla í Bandaríkjunum dregst saman um 2,9% Randver Kári Randversson skrifar 25. júní 2014 16:46 Vísir/Getty Verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum dróst saman um 2,9% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er mesti samdráttur í bandaríska hagkerfinu í fimm ár. BBC greinir frá þessu. Á fyrstu þremur mánuðum þess árs dróst landsframleiðsla saman um 2,9% í Bandaríkjunum. Þetta er lakari niðurstaða en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir, þar sem spáð var 1% samdrætti. Hagfræðingar vestanhafs búast þó við að hagkerfið rétti úr kútnum á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Helsta skýringin á samdrættinum á fyrsta ársfjórðungi er sögð vera sú að einkaneysla, sem stendur undir um tveimur þriðju hlutum hagvaxtar í Bandaríkjunum, jókst minna en spáð hafði verið. Aðeins varð um 1% aukning í einkaneyslu en spár gerðu ráð fyrir 3,1% aukningu. Einnig er talið að óvanalega kalt veðurfar í vetur hafi haft þar áhrif. Þá varð meiri samdráttur í útflutningi en búist hafði verið við. Útflutningur dróst saman um 8,9%, meðan spár gerðu ráð fyrir 6% samdrætti. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum dróst saman um 2,9% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er mesti samdráttur í bandaríska hagkerfinu í fimm ár. BBC greinir frá þessu. Á fyrstu þremur mánuðum þess árs dróst landsframleiðsla saman um 2,9% í Bandaríkjunum. Þetta er lakari niðurstaða en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir, þar sem spáð var 1% samdrætti. Hagfræðingar vestanhafs búast þó við að hagkerfið rétti úr kútnum á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Helsta skýringin á samdrættinum á fyrsta ársfjórðungi er sögð vera sú að einkaneysla, sem stendur undir um tveimur þriðju hlutum hagvaxtar í Bandaríkjunum, jókst minna en spáð hafði verið. Aðeins varð um 1% aukning í einkaneyslu en spár gerðu ráð fyrir 3,1% aukningu. Einnig er talið að óvanalega kalt veðurfar í vetur hafi haft þar áhrif. Þá varð meiri samdráttur í útflutningi en búist hafði verið við. Útflutningur dróst saman um 8,9%, meðan spár gerðu ráð fyrir 6% samdrætti.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira