Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2014 17:30 Skip Greenpeace við borpallinn í Barentshafi í síðasta mánuði. Mynd/Greenpeace. Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olíustofnun Noregs. Þetta var nyrsti brunnur sem boraður hefur verið til þessa á heimskautasvæðum, um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Hafdýpið var 443 metrar og fór borinn 1.050 metra niður í hafsbotninn. Holan reyndist þurr. Borpallurinn Transocean Spitsbergen hefur nú yfirgefið svæðið og holunni verið lokað varanlega. Pallurinn fór þó ekki langt því hann er þegar búinn að koma sér fyrir á nýjum borstað. Framundan er að bora tvo aðra brunna á sömu slóðum austur af Bjarnarey. Það er því ekki útséð hvort nyrstu olíulindir jarðar finnist í sumar. Greenpeace hefur ítrekað mótmæli sín gegn olíuborunum á norðurslóðum. Ekki er þó vitað til þess að samtökin sendi aftur skip á svæðið. Aðgerðum þeirra í síðasta mánuði lauk með því að norska lögreglan handtók Grænfriðungana og norskt varðskip dró skip þeirra burt frá borpallinum. Tengdar fréttir Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olíustofnun Noregs. Þetta var nyrsti brunnur sem boraður hefur verið til þessa á heimskautasvæðum, um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Hafdýpið var 443 metrar og fór borinn 1.050 metra niður í hafsbotninn. Holan reyndist þurr. Borpallurinn Transocean Spitsbergen hefur nú yfirgefið svæðið og holunni verið lokað varanlega. Pallurinn fór þó ekki langt því hann er þegar búinn að koma sér fyrir á nýjum borstað. Framundan er að bora tvo aðra brunna á sömu slóðum austur af Bjarnarey. Það er því ekki útséð hvort nyrstu olíulindir jarðar finnist í sumar. Greenpeace hefur ítrekað mótmæli sín gegn olíuborunum á norðurslóðum. Ekki er þó vitað til þess að samtökin sendi aftur skip á svæðið. Aðgerðum þeirra í síðasta mánuði lauk með því að norska lögreglan handtók Grænfriðungana og norskt varðskip dró skip þeirra burt frá borpallinum.
Tengdar fréttir Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00
Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15
Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00