Notkun á Tinder aukist um 50 prósent í Brasilíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:51 VISIR/AFP Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði. Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði.
Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30