105 sm lax úr Húseyjakvísl Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 09:05 Þessi 105 sm lax kom úr Húseyjakvísl í gærmorgun Mynd: www.veidimenn.com Það stefnir í að þetta sumar verði kallað stórlaxasumarið því hlutfall 2 ára laxa í ánum er afburðagott og nú þegar eru nokkrir 20 punda og stærri komnir á land. Norðurá, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal og nú síðast Húseyjakvísl hafa allar gefið laxa um og yfir 20 pund. Síðan þegar veiðibækur eru skoðaðar t.d. í Vatnsdalsá og Miðfjarðará eru ekki nema 2-3 svo kallaðir eins ár laxar komnir í bókina. Allt hitt eru laxar 75 sm og stærri og mest af þeim milli 80 og 85 sm. Þetta er það sem menn sækjast eftir og þessar ár eiga það allar sameiginlegt fyrir utan Norðurá að lítill sem engin kvóti er í ánum og öllum laxi þess vegna sleppt aftur. Þrátt fyrir að magnið af laxi aukist ekkert endilega með Veitt/sleppt er það nokkuð ljóst að stærðin á löxunum virðist hið minnsta hafa farið vaxandi og það er það sem erlendir veiðimenn sækjast eftir, í það minnsta flestir þeirra. Stórlax sem er veiddur og sleppt er verðmætari en sami lax í plasti á bakkanum og það er þetta sem knýr leigutaka til að innleiða V/S í ánum. Víst er að veiðimenn eru ekki allir sammála um ágæti þessa en þeir sem vilja veiða sem mest og fara heim með þann afla hafa ennþá úr mörgum ám að velja svo það er greinilega nóg framboð fyrir alla. Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði
Það stefnir í að þetta sumar verði kallað stórlaxasumarið því hlutfall 2 ára laxa í ánum er afburðagott og nú þegar eru nokkrir 20 punda og stærri komnir á land. Norðurá, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal og nú síðast Húseyjakvísl hafa allar gefið laxa um og yfir 20 pund. Síðan þegar veiðibækur eru skoðaðar t.d. í Vatnsdalsá og Miðfjarðará eru ekki nema 2-3 svo kallaðir eins ár laxar komnir í bókina. Allt hitt eru laxar 75 sm og stærri og mest af þeim milli 80 og 85 sm. Þetta er það sem menn sækjast eftir og þessar ár eiga það allar sameiginlegt fyrir utan Norðurá að lítill sem engin kvóti er í ánum og öllum laxi þess vegna sleppt aftur. Þrátt fyrir að magnið af laxi aukist ekkert endilega með Veitt/sleppt er það nokkuð ljóst að stærðin á löxunum virðist hið minnsta hafa farið vaxandi og það er það sem erlendir veiðimenn sækjast eftir, í það minnsta flestir þeirra. Stórlax sem er veiddur og sleppt er verðmætari en sami lax í plasti á bakkanum og það er þetta sem knýr leigutaka til að innleiða V/S í ánum. Víst er að veiðimenn eru ekki allir sammála um ágæti þessa en þeir sem vilja veiða sem mest og fara heim með þann afla hafa ennþá úr mörgum ám að velja svo það er greinilega nóg framboð fyrir alla.
Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði