Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2023 08:25 Ytri Rangá er aflahæsta laxveiðiáinn það sem af er sumri Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum sýna alveg svart á hvítu hvað þurrkasvæðin á landinu eru að koma illa út og árnar á þeim svæðum að komast vatnsmagn sem er á mörkunum við að vera veiðanlegt. Það voru fimm laxveiðiár sem voru með meira en 100 laxa viku og þar er Ytri Rangá efst með 362 laxa veidda í vikunni og situr áinn í toppsæti listans með 1.721 lax en það er samt 600 löxum minni veiði en í fyrra. Veiðin fór frekar seint af stað í henni sem lofar vonandi góðu fyrir seinni helminginn af tímabilinu. Eystri Rangá skilaði 256 löxum og er með heildarveiði upp á 1.426 laxa sem er um 500 löxum minna en í fyrra. Hinar árnar sem voru með yfir 100 laxa viku voru Selá með 131 lax, Miðfjarðará með 111 laxa og Hofsá með 104 laxa. Árnar á vesturlandi eru flestar að eiga það mjög erfitt vegna vatnsleysis nema þá Haffjarðará en veiðin í henni síðustu vikuna var 81 lax og heildarveiðin í henni 723 laxar í sumar. Norðurá, Langá, Hítará, Gljúfurá og allar árnar meira og minna í dölunum þurfa nauðsynlega á góðri úrkomu að halda en því miður er hún ekki í kortunum næstu daga. Það er alveg ljóst að ofan í frekar slappar smálaxagöngur er þessi þurrkatíð sem nú hefur staðið yfir í næstum því sjö vikur að gera þetta tímabil að einu af þeim verstu í mörgum ánum. Ljósi punkturinn er batinn í ánum á norðausturlandi og eins í Laxá í Aðaldal en hún hefur verið töluvert betri en undanfarin sumur. Stangveiði Mest lesið Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði
Það voru fimm laxveiðiár sem voru með meira en 100 laxa viku og þar er Ytri Rangá efst með 362 laxa veidda í vikunni og situr áinn í toppsæti listans með 1.721 lax en það er samt 600 löxum minni veiði en í fyrra. Veiðin fór frekar seint af stað í henni sem lofar vonandi góðu fyrir seinni helminginn af tímabilinu. Eystri Rangá skilaði 256 löxum og er með heildarveiði upp á 1.426 laxa sem er um 500 löxum minna en í fyrra. Hinar árnar sem voru með yfir 100 laxa viku voru Selá með 131 lax, Miðfjarðará með 111 laxa og Hofsá með 104 laxa. Árnar á vesturlandi eru flestar að eiga það mjög erfitt vegna vatnsleysis nema þá Haffjarðará en veiðin í henni síðustu vikuna var 81 lax og heildarveiðin í henni 723 laxar í sumar. Norðurá, Langá, Hítará, Gljúfurá og allar árnar meira og minna í dölunum þurfa nauðsynlega á góðri úrkomu að halda en því miður er hún ekki í kortunum næstu daga. Það er alveg ljóst að ofan í frekar slappar smálaxagöngur er þessi þurrkatíð sem nú hefur staðið yfir í næstum því sjö vikur að gera þetta tímabil að einu af þeim verstu í mörgum ánum. Ljósi punkturinn er batinn í ánum á norðausturlandi og eins í Laxá í Aðaldal en hún hefur verið töluvert betri en undanfarin sumur.
Stangveiði Mest lesið Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði