Upphitun fyrir UFC Fight Night: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júní 2014 22:30 Ricardo Lamas ætlar sér að komast aftur á sigurbraut eftir tap um titilinn síðast. Vísir/Getty Annað kvöld fer fram UFC Fight Night: Swanson vs. Stephens í San Antonio í Texas. Sex bardagar verða á dagskrá á Stöð 2 Sport á laugardaginn og hefst útsendingin kl 2.Joe Ellenberger (14-1-0) gegn James Moontasri (7-1-0) - léttvigt (70 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Joe Ellenberger og James Moontasri. Ellenberger hefur verið í miklum vandræðum með að fá andstæðing svo ekki sé meira sagt. Moontasri er fjórði andstæðingurinn sem Ellenberger hefur átt að mæta í þessum bardaga en hinir þrír þurftu að hætta við vegna meiðsla. James Moontasri þykir góður í standandi viðureign og æfir hjá Black House en þar hafa menn á borð við Anderson Silva, Lyoto Machida og fleiri sterkir kappar æft.3 atriði til að hafa í hugaJoe Ellenberger er tvíburabróðir Jake Ellenberger sem berst einnig í UFC.Joe Ellenberger er með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem hefur haldið honum frá búrinu í tæp tvö ár.Moontasri er tvöfaldur Bandaríkjameistari í Tækvondó og var nálægt því að komast á Ólympíuleikana 2008 í íþróttinni.Ricardo Lamas (13-3-0) gegn Hacran Dias (21-2-1) - fjaðurvigt (66 kg)Ricardo Lamas barðist síðast gegn Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn. Þar tapaði hann eftir 5 lotu bardaga og átti litla möguleika gegn meistaranum. Hann er þrátt fyrir tapið frábær bardagamaður og ætlar vafalaust að sýna að hann eigi heima meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni. Hacran Dias er 30 ára Brasilíumaður og æfir hjá Nova Uniao eins og síðasti andstæðingur Lamas, Jose Aldo. Hann reyndi að komast í The Ultimate Fighter: Brazil en í stað þess að taka þátt í seríunni var honum boðinn samningur umsvifalaust.3 atriði til að hafa í hugaLamas hlaut All-American nafnbótina í þriðju deildinni í bandarísku háskólaglímunni.Dias er með 78% felluvörn í UFC.Dias æfir daglega með Renan Barao og Jose Aldo.Clint Hester (10-3-0) gegn Antonio Braga Neto (9-1-0) - millivigt (84 kg)Clint Hester var meðlimur í 17. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann var fyrsta val þjálfarans Jon Jones. Hester er fyrrum atvinnuboxari en skipti yfir í MMA eftir að boxklúbburinn hans lagði upp laupana. Hann mætir Brasilíumanninum Antonio Braga Neto sem er tvöfaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu og fjórfaldur Pan-Ams meistari sem er sterkt BJJ mót. Neto hefur æft BJJ frá fjögurra ára aldri en hefur barist í MMA frá árinu 2006.3 atriði til að hafa í hugaHester er með 8 sigra eftir rothögg.Neto er með 7 sigra eftir uppgajafartök.Af 9 sigrum Neto hafa 7 komið í fyrstu lotu.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Annað kvöld fer fram UFC Fight Night: Swanson vs. Stephens í San Antonio í Texas. Sex bardagar verða á dagskrá á Stöð 2 Sport á laugardaginn og hefst útsendingin kl 2.Joe Ellenberger (14-1-0) gegn James Moontasri (7-1-0) - léttvigt (70 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er milli Joe Ellenberger og James Moontasri. Ellenberger hefur verið í miklum vandræðum með að fá andstæðing svo ekki sé meira sagt. Moontasri er fjórði andstæðingurinn sem Ellenberger hefur átt að mæta í þessum bardaga en hinir þrír þurftu að hætta við vegna meiðsla. James Moontasri þykir góður í standandi viðureign og æfir hjá Black House en þar hafa menn á borð við Anderson Silva, Lyoto Machida og fleiri sterkir kappar æft.3 atriði til að hafa í hugaJoe Ellenberger er tvíburabróðir Jake Ellenberger sem berst einnig í UFC.Joe Ellenberger er með sjaldgæfan blóðsjúkdóm sem hefur haldið honum frá búrinu í tæp tvö ár.Moontasri er tvöfaldur Bandaríkjameistari í Tækvondó og var nálægt því að komast á Ólympíuleikana 2008 í íþróttinni.Ricardo Lamas (13-3-0) gegn Hacran Dias (21-2-1) - fjaðurvigt (66 kg)Ricardo Lamas barðist síðast gegn Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn. Þar tapaði hann eftir 5 lotu bardaga og átti litla möguleika gegn meistaranum. Hann er þrátt fyrir tapið frábær bardagamaður og ætlar vafalaust að sýna að hann eigi heima meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni. Hacran Dias er 30 ára Brasilíumaður og æfir hjá Nova Uniao eins og síðasti andstæðingur Lamas, Jose Aldo. Hann reyndi að komast í The Ultimate Fighter: Brazil en í stað þess að taka þátt í seríunni var honum boðinn samningur umsvifalaust.3 atriði til að hafa í hugaLamas hlaut All-American nafnbótina í þriðju deildinni í bandarísku háskólaglímunni.Dias er með 78% felluvörn í UFC.Dias æfir daglega með Renan Barao og Jose Aldo.Clint Hester (10-3-0) gegn Antonio Braga Neto (9-1-0) - millivigt (84 kg)Clint Hester var meðlimur í 17. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann var fyrsta val þjálfarans Jon Jones. Hester er fyrrum atvinnuboxari en skipti yfir í MMA eftir að boxklúbburinn hans lagði upp laupana. Hann mætir Brasilíumanninum Antonio Braga Neto sem er tvöfaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu og fjórfaldur Pan-Ams meistari sem er sterkt BJJ mót. Neto hefur æft BJJ frá fjögurra ára aldri en hefur barist í MMA frá árinu 2006.3 atriði til að hafa í hugaHester er með 8 sigra eftir rothögg.Neto er með 7 sigra eftir uppgajafartök.Af 9 sigrum Neto hafa 7 komið í fyrstu lotu.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00